Heimsókn frá Kanada

Í dag heimsóttu Höfða góðir gestir frá dvalarheimilil aldraðra í Vancouver, Höfn Icelandic Harbour, þeir Norman Eyford stjórnarformaður og Erlendur Oli Leifsson stjórnarmaður.

 

Með þeim í för voru tveir Skagamenn, feðgarnir Sigurbjörn Björnsson og Ómar Sigurbjörnsson, en Ómar hefur stundað háskólanám í Vancouver.

 

Gestirnir frá Vancouver skoðuðu Höfða hátt og lágt, litu inn í íbúðir og spjölluðu við íbúana, kynntu sér starfsemi heimilisins og ræddu við starfsmenn. Þeir létu í ljós mikla hrifningu af Höfða og aðbúnaði öllum á heimilinu.

 

Norman Eyford færði Höfða að gjöf vandaða tösku, merkta Höfn Icelandic Harbour og Höfði gaf þeim hina landsþekktu grjónapoka sem hér eru framleiddir.