Kvöldvaka

Hin árlega kvöldvaka sem starfsfólk Höfða býður íbúum til var haldin s.l. miðvikudagskvöld. Boðið var upp á kökur og góðgæti sem starfsmenn komu með að heiman og voru veitingar glæsilegar að vanda. Þetta árlega boð lýsir þeim góða anda sem ríkir á Höfða.

 

Guðjón setti skemmtunina og fór með kveðskap í léttum dúr og síðan rak hvert skemmtiatriðið annað: Magadansflokkur frá Mangó dansstúdíói sýndi listir sínar, þrjár ungar stúlkur Sunnar Rós Sigmundsdóttir, Aldís Eir Valgeirsdóttir og Aldís Lind Benediktsdóttir sungu nokkur lög, Margrét Saga söng nokkur lög, m.a. eitt frumsamið, við undirleik föður síns Gunnars Sturlu Hervarssonar og hópur dansara frá Feban sýndi línudans.

 

Skemmtinefnd skipuðu þær Erla B.Sveinsdóttir, Ester Theódórsdóttir, Gréta Jóhannesdóttir, Guðný S.Sigurðardóttir og Þórey Einarsdóttir.

 

Þetta skemmtikvöld tókst frábærlega vel og var mjög vel sótt af íbúum og starfsmönnum.