Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized

Hátíðarguðsþjónusta

Í gær, á annan páskadag, var hátíðarguðsþjónusta í Höfðasalnum. Sr. Eðvarð Ingólfsson prédikaði og Ragnheiður Guðmundsdóttir djákni á Höfða þjónaði fyrir altari. Kór Akraneskirkju söng undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar.

 

Guðsþjónustan var mjög vel sótt.  Þetta var fyrsta guðsþjónustan í nýja salnum og nóg pláss fyrir alla, en oft var ansi þröngt í gamla salnum við slíkar athafnir.

Tónleikar

 

 

Kór Akraneskirkju hélt tónleika í nýja Höfðasalnum s.l. laugardag undir stjórn Sveins Arnar Sæmundssonar. Tónleikarnir voru mjög vel sóttir og undirtektir góðar.

 

Að sögn kórstjóra og söngfólks er mjög góður hljómburður í nýja salnum.

Höfðagleði

 

 

Hin árlega Höfðagleði var haldin s.l. föstudagskvöld. Á Höfðagleði mæta íbúar, starfsmenn, fyrrverandi starfsmenn sem hafa hætt vegna aldurs og stjórn Höfða.

 

Boðið var upp á glæsilega þriggja rétta veislumáltíð sem Haukur kokkur og hans fólk í eldhúsinu reiddi fram.

 

Guðjón setti skemmtunina og bauð fólk velkomið í nýja Höfðasalinn sem var tekinn í notkun þetta kvöld. Veislustjóri var Anton Ottesen og kryddaði hann kynningu atriða með smellnum gamansögum. Adda fór með gamanmál. Ræðumaður kvöldsins var Halldór Blöndal. Loks söng bæjarlistamaðurinn Hanna Þóra Guðbrandsdóttir nokkur lög við undirleik Sveins Arnars Sæmundssonar.

 

Dregið var í happdrætti þar sem íbúar og starfsmenn fengu góða vinninga í boði Einars Ólafssonar kaupmanns og Kjarnafæðis.

 

Að lokum var dansað til miðnættis við undirleik Jóns Heiðars Magnússonar.

 

Um 170 manns tóku þátt í Höfðagleðinni sem tókst vel að vanda.

Samkomusalurinn tilbúinn

 

 

Vegna framkvæmda við stækkun þjónusturýma hefur samkomusalur Höfða verið lokaður frá því í maí í fyrra.  Hefur því allt félagsstarf farið fram á göngum hússins s.l. 10 mánuði.

 

 

Nú er framkvæmdum við nýja samkomusalinn lokið og er hann hinn glæsilegasti og mun stærri en gamli salurinn. Salurinn verður tekinn í notkun í kvöld þegar hin árlega Höfðagleði verður haldin.

 

 

 

Höfði hefur eignast nýtt málverk Bjarna Þórs Bjarnasonar og prýðir það salinn. Verkið nefnir hann SAGAN ÖLL og er af helstu viðburðum og atvinnulífi Hvalfjarðar í gegnum tíðina. Yfir öllu vakir svo Hallgrímur Pétursson með passíusálmana í hendi.

 

Helgihald um hátíðarnar

Á aðfangadag var Ragnheiður Guðmundsdóttir djákni með helgistund. Þar sungu barnabörn hennar jólasálma við undirleik sonar Ragnheiðar.

 

Á annan jóladag var hátíðarguðsþjónusta. Sr. Eðvarð Ingólfsson predikaði. Kór Akraneskirkju söng við undirleik Sveins Arnars Sæmundssonar stjórnanda kórsins.

 

Í morgun var helgistund djákna. Þar söng kór Saurbæjarprestakalls. Undirleik annaðist kórstjórinn Örn Magnússon.

 

Allar þessar samkomur voru vel sóttar og sköpuðu hátíðarstemningu á Höfða.

 

Jólatónleikar

Feðginin Ingibjörg Aldís og Ólafur Beinteinn Ólafsson héldu tónleika á Höfða í dag. Þau sungu þjóðlög og jólalög og enduðu á Heims um ból og tóku síðan aukalag Ó helga nótt.

 

Ólafur sló á létta strengi og stýrði hópsöng. Íbúar Höfða tóku undir sönginn af  krafti og höfðu mikla ánægju af þessum frábæru tónleikum.

 

Gjöf frá nemendum Grundaskóla

Í dag heimsóttu Höfða tveir nemendur Grundaskóla, Salóme Jónsdóttir og Sverrir Mar Smárason, og færði heimilinu fallega jólaskreytingu gerða af nemendum skólans.

 

Nemendur Grundaskóla hafa lengi haft þann góða sið að heimsækja Höfða fyrir jólin og færa heimilinu  gjafir gerðar af nemendum. Þessir fallegu munir prýða Höfða.

 

Margrét A.Guðmundsdóttir húsmóðir á Höfða veitti gjöfinni viðtöku og þakkaði þessa góðu gjöf og þann hlýhug sem henni fylgir.

 

Tónleikar Grundartangakórsins

 

Grundartangakórinn hélt sína árlegu desembertónleika á Höfða í gær.  Stjórnandi kórsins er Atli Guðlaugsson og einsöngvari Guðlaugur Atlason. Undirleik annaðist Flosi Einarsson.

 

Tónleikarnir voru haldnir við erfiðar aðstæður þar sem samkomusalur Höfða er lokaður vegna framkvæmda. Aðsókn var sérlega góð og var gangurinn frá matsal og að skrifstofu troðfullur af íbúum Höfða og Höfðagrundar sem skemmtu sér konunglega.

 

Grundartangakórinn hefur haldið desembertónleika á Höfða árlega s.l. 27 ár og er kórinn í miklum metum hjá Höfðafólki.

Aðventusamkoma

Normal
0

21

false
false
false

IS
X-NONE
X-NONE

/* Style Definitions */
table.MsoNormalTable
{mso-style-name:“Table Normal“;
mso-tstyle-rowband-size:0;
mso-tstyle-colband-size:0;
mso-style-noshow:yes;
mso-style-priority:99;
mso-style-qformat:yes;
mso-style-parent:““;
mso-padding-alt:0cm 5.4pt 0cm 5.4pt;
mso-para-margin-top:12.0pt;
mso-para-margin-right:0cm;
mso-para-margin-bottom:10.0pt;
mso-para-margin-left:0cm;
mso-pagination:widow-orphan;
font-size:11.0pt;
font-family:“Calibri“,“sans-serif“;
mso-ascii-font-family:Calibri;
mso-ascii-theme-font:minor-latin;
mso-fareast-font-family:“Times New Roman“;
mso-fareast-theme-font:minor-fareast;
mso-hansi-font-family:Calibri;
mso-hansi-theme-font:minor-latin;}

Í gær var aðventusamkoma á Höfða. Sr. Eðvarð Ingólfsson stjórnaði samkomunni. Ræðumaður var Árni Múli Jónasson bæjarstjóri. Sr. Eðvarð fór með gamanmál. Stúlknakór Akraneskirkju söng undir stjórn og við undirleik Sveins Arnars Sæmundssonar og Halla Margrét Jónsdóttir lék  tvö lög á píanó. Að lokum sameinuðust allir í bæn.

 

Aðventusamkoman tókst í alla staði vel og var mjög vel sótt af íbúum Höfða og Höfðagrundar og ættingjum íbúanna. Eftir samkomuna var svo boðið upp á kaffi, djús og smákökur.