Samkomusalurinn tilbúinn

 

 

Vegna framkvæmda við stækkun þjónusturýma hefur samkomusalur Höfða verið lokaður frá því í maí í fyrra.  Hefur því allt félagsstarf farið fram á göngum hússins s.l. 10 mánuði.

 

 

Nú er framkvæmdum við nýja samkomusalinn lokið og er hann hinn glæsilegasti og mun stærri en gamli salurinn. Salurinn verður tekinn í notkun í kvöld þegar hin árlega Höfðagleði verður haldin.

 

 

 

Höfði hefur eignast nýtt málverk Bjarna Þórs Bjarnasonar og prýðir það salinn. Verkið nefnir hann SAGAN ÖLL og er af helstu viðburðum og atvinnulífi Hvalfjarðar í gegnum tíðina. Yfir öllu vakir svo Hallgrímur Pétursson með passíusálmana í hendi.