Gjöf frá nemendum Grundaskóla

Í dag heimsóttu Höfða tveir nemendur Grundaskóla, Salóme Jónsdóttir og Sverrir Mar Smárason, og færði heimilinu fallega jólaskreytingu gerða af nemendum skólans.

 

Nemendur Grundaskóla hafa lengi haft þann góða sið að heimsækja Höfða fyrir jólin og færa heimilinu  gjafir gerðar af nemendum. Þessir fallegu munir prýða Höfða.

 

Margrét A.Guðmundsdóttir húsmóðir á Höfða veitti gjöfinni viðtöku og þakkaði þessa góðu gjöf og þann hlýhug sem henni fylgir.