Hin árlega Höfðagleði var haldin s.l. föstudagskvöld. Á Höfðagleði mæta íbúar, starfsmenn, fyrrverandi starfsmenn sem hafa hætt vegna aldurs og stjórn Höfða.
Boðið var upp á glæsilega þriggja rétta veislumáltíð sem Haukur kokkur og hans fólk í eldhúsinu reiddi fram.
Guðjón setti skemmtunina og bauð fólk velkomið í nýja Höfðasalinn sem var tekinn í notkun þetta kvöld. Veislustjóri var Anton Ottesen og kryddaði hann kynningu atriða með smellnum gamansögum. Adda fór með gamanmál. Ræðumaður kvöldsins var Halldór Blöndal. Loks söng bæjarlistamaðurinn Hanna Þóra Guðbrandsdóttir nokkur lög við undirleik Sveins ArnarsSæmundssonar.
Dregið var í happdrætti þar sem íbúar og starfsmenn fengu góða vinninga í boði EinarsÓlafssonar kaupmanns og Kjarnafæðis.
Að lokum var dansað til miðnættis við undirleik Jóns Heiðars Magnússonar.
Um 170 manns tóku þátt í Höfðagleðinni sem tókst vel að vanda.
Frá vinstri: Helga Atladóttir, Anton Ottesen og Guðjón Guðmundsson.
Frá vinstri: Júlíana Karvelsdóttir, Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Guðný Aðalgeirsdóttir, Sólveig Kristinsdóttir og Hildur Bernódusdóttir. Lengst til hægri sést Hildur Þorvalsdóttir.
Frá vinstri: Ragnhildur Theódórsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Halldórsdóttir og Sigrún Sigurjónsdóttir
Frá hægri: Katrín Baldvinsdóttir, Steina Ósk Gísladóttir, Arína Guðmundsdóttir, Vilborg Kristinsdóttir, Sóley Sævarsdóttir, Hulda Ragnarsdóttir, Hildur Þorvaldsdóttir og fremst til vinstri Guðmunda Maríasóttir. Lengst til vinstri sést Sigrún Valgarðsdóttir.
Frá vinstri: Guðrún Kjartansdóttir og Bjarney Hagalínsdóttir.
Frá vinstri: Guðmunda Maríasdóttir, Sigríður Sigurlaugsdóttir, Dagný Guðmundsdóttir, Margrét Rögnvaldsdóttir, Lára Jóhannesdóttir, Hildur Bernódusdóttir, Hulda Ragnarsdóttir, Steina Ósk Gísladóttir og Katrín Baldvinsdóttir.
Frá vinstri: Ásta Björk Arngrímsdóttir, Helga Jónsdóttir, Guðrú Björnsdóttir, Guðrún Kjartansdóttir og Bjarney Hagalínsdóttir. Fremst til hægri sést Þóranna Kjartansdóttir.
Frá vinstri: María Kristinsdóttir og Ingigerður Höskuldsdóttir.
Grétar Jónsson fyrir miðri mynd. Hjá honum stendur Margrét A.Guðmundsdóttir. Lengst til hægri sést Áslaug Hjartardóttir.
Vinstra megin borðs situr Maggi G.Ingólfsson, við borðsendann er Ingibjörg Rósa Aðalsteinsdóttir. Frá hægri sjást: Halla Ingólfsdóttir, Lea Björnsdóttir og Aðalsteinn Sigurgeirsson.
Frá hægri: Guðrún Jónsdóttir, Vigfús Sigurðsson, Lúðvík Björnsson, Ólafur Ólafsson, Einar Jónsson, Guðrún Finnbogasdóttir, Sjöfn Jóhannesdóttir, Gunnar Elíasson og Sigríur Jónsdóttir. Vinstra megin við næsta borð sést Guðrún Ólafsdóttir og hægra megin hjónin Ingibjörg Hjartar og Þorgils Stefánsson, þá Lilja Pétursdóttir, Skúli Ketilsson og Rannveig Hálfdánardóttir.
Bjór og gos á boðstólum.
Halldór Blöndal og Kristján Ásgeirsson rifja upp góðu gömlu dagana í Hvalnum. Hægra megin er kona Kristjáns, Ólöf Hjartardóttir.
Frá vinstri: Benedikt Jónmundsson, Kristjáns Sveinsson og Kjartan Kjartansson.
Lengst til vinstri eru Edda Guðmundsdóttir og Maggi G.Ingólfsson og frá hægri Erla Sveinsdóttir, Halla Ingólfsdóttir og Lea Björnsdóttir.