Tækjagjöf

 

MND samtökin á Íslandi hafa að undanförnu staðið fyrir söfnun notaðra hjálpartækja til að senda MND félaginu í Mongólíu.

Ingibjörg Ólafsdóttir iðjuþjálfi og Elísabet Ragnarsdóttirsjúkraþjálfari hafa tekið til tæki sem hætt er að nota á Höfða og voru þau afhent Guðjóni Sigurðssyni formanni MND samtakanna á Íslandi í dag.

Tækin sem gefin voru eru hjólastóll, göngugrindur, hækju, stafir og salernisupphækkanir.