Jólaball

Í dag var haldið jólaball fyrir börn og barnabörn íbúa og starfsmanna Höfða. Jólasveinarnir Kertasníkir og Skyrgámur komu í heimsókn og dansað var í kringum jólatréð. Börnin fengu gos og poka með góðgæti og foreldrarnir kaffi og smákökur.

Gísli S.Einarsson bæjarstjóri stjórnaði jólaballinu af sinni alkunnu snilld, en Gísli hefur stjórnað jólaböllunum á Höfða eins lengi og elstu menn muna. Hann hefur einnig verið óþreytandi við að skemmta íbúum Höfða við ýmis tækifæri svo sem Höfðagleði, kökukvöld, kaffihúsakvöld o.fl. Er ástæða til að þakka Gísla fyrir þá ræktarsemi sem hann sýnir fólkinu á Höfða.

Unga fólkið og foreldrarnir troðfylltu samkomusalinn á Höfða og var það mál manna að aldrei hefðu fleiri sótt jólaballið en að þessu sinni.