Piparkökuhús á Höfða

 

Skagakonan Valdís Einarsdóttir sigraði í 8.skipti í piparkökuhúsakeppni Kötlu nú fyrir jólin. Að þessu sinni var verðlaunahúsið líkan af Höfða, móttökuhúsi Reykjavíkurborgar. Margir hafa skoðað húsið síðan það var sett upp í gær og eru allir sammála um að þetta sé snilldar handverk

Verðlaunahús Valdísar verður til sýnis á Höfða fram yfir áramót og fer vel á því að Reykjavíkur Höfði sé sýndur á Höfða Akranesi.

Þess má geta að Valdís er dóttir Sigríðar Jónsdóttur og tengdadóttir Herdísar Ólafsdóttur, sem báðar búa á Höfða.