Staðan á Höfða

Hér á Höfða eins og annars staðar í þjóðfélaginu erum við að kljást við Covid. Það eru mikil veikindi meðal starfsmanna okkar og orðið mjög erfitt að manna vaktir.  Þó hafa starfsmenn verið ótrúlega duglegir að taka vaktir en veiran er í mikilli sókn og það hefur mikil áhrif hér innanhúss.

Einnig er töluvert um smit meðal íbúa Höfða og eru þeir íbúar í einangrun í sínum herbergjum.

Við erum enn sem komið er að halda í einangrun starfsmanna og íbúa í 5 daga eftir greiningu.

Við munum keyra á lágmarksmönnun á öllum hæðum í umönnun næstu daga. Við verðum að forgangsraða verkefnum og leggja áherslu á að geta sinnt daglegum þörfum íbúa en önnur verkefni verða að bíða. Við verðum því að sýna því þolinmæði og skilning á að ekki er hægt að gera allt eins og þegar fullmannað er.

Vonum svo innilega að þessu fari að linna og við getum farið að halda uppi eðlilegri starfsemi eins og áður.

Að öðru leyti er opið fyrir heimsóknir á Höfða milli 13:00 og 18:00 alla daga vikunnar.

Á Höfða er áfram grímuskylda hjá öllum nema íbúum, þannig að allir gestir verða að nota andlitsgrímu ef þeir koma í heimsókn. Grímuskyldan verður við líði a.m.k. meðan við höfum ekki náð hjarðónæmi fyrir veirunni meðal íbúa og starfsmanna.