Nýjar heimsóknarreglur-aflétting

Ágætu íbúar, aðstandendur og aðrir gestir á Höfða

Ákveðið hefur verið að létta verulega á heimsóknarreglum á Höfða í ljósi þess að aflétt hefur verið  öllum takmörkunum vegna Covid í samfélaginu, auk þess sem verulegur hluti íbúa og starfsmanna Höfða hafa þegar fengið Covid.

Eftirfarandi reglur gilda varðandi heimsóknir frá og með 31. mars 2022 þangað til annað verður tilkynnt:

  • Heimilið er opið fyrir heimsóknir á milli 13:00-21:00 alla daga vikunnar.
  • Grímuskylda er afnumin á Höfða hjá starfsfólki og gestum.
  • Heimsóknir til íbúa sem eru með Covid eru heimilar, á ábyrgð þeirra sem koma, en rétt er að hugsa sig vel um og hafa veirugrímu og taka hana ekki niður meðan á heimsókn stendur.
  • Ekki eru lengur við líði fjöldatakmarkanir varðandi gestakomur.
  • Engar takmarkanir eru á ferðum íbúa utan Höfða s.s. í heimsóknir, bílferðir, gönguferðir eða til að sinna öðrum erindum. Gæta skal vel að persónubundnum sóttvörnum.
  • Íbúar, starfsfólk og gestir verða að spritta hendur við komu inn á Höfða.  Persónulegar sýkingavarnir s.s. handþvottur og sprittun á enn við.
  • Eftir sem áður höfðum við til ábyrgðar gesta að koma ekki í heimsókn ef þú ert með flensueinkenni (kvef, hósta, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang, uppköst o.fl.)
  • Við ákveðnar aðstæður gætu stjórnendur þurft að grípa til hertari heimsóknarreglna í takmarkaðan tíma. Ávallt verður leitast við að veita þær undanþágur sem íbúar og aðstandendur óska eftir eins og hægt er.

Kæru aðstandendur og íbúar! Enn og aftur þökkum við ykkur skilninginn og frábært samstarf í krefjandi aðstæðum undanfarin tvö ár.

Við leyfum okkur nú að horfa bjartsýn fram á veginn og njótum þess að finna vor í lofti og daginn lengjast. Og líkt og áður stöndum við vörð um einkunnarorð okkar og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að skapa íbúum öruggt, gleðiríkt og eflandi umhverfi.

Kær kveðja,

Stjórnendur Höfða