Ákveðið hefur verið að opna Höfða aftur fyrir heimsóknum milli kl. 13:00 og 18:00 daglega, en við biðlum til aðstandenda og gesta að takmarka heimsóknir til íbúa eins og kostur er og að ekki komi fleiri en tveir í heimsókn í einu.
Eftirfarandi reglur gilda varðandi heimsóknir frá og með 15. nóvember 2021 þangað til annað verður tilkynnt:
- Heimilið er opið fyrir heimsóknir milli 13:00-18:00 alla daga vikunnar.
- Grímuskylda- ALLIR gestir þurfa að bera andlitsgrímu meðan þeir eru inni á heimilinu, líka inn á herbergjum íbúa. Ekki er heimilt að vera með margnota grímur.
- Stjórnendur Höfða biðla til ættingja og gesta að komi ekki fleiri en tveir í heimsókn í einu og að sömu aðilar komi í heimsókn nokkra daga í röð og skipti svo við aðra. Því færri sem ganga um heimilið því betra.
- Ekki er heimilt að nýta sameiginleg rými eins og setustofur og borðstofur til heimsókna.
- Virða skal 2ja metra regluna í samskiptum við starfsfólk.
- Íbúum er áfram heimilt að fara út í garð og í gönguferðir með sínum nánustu, en einnig er heimilt að fara með íbúa út af heimilinu í bílferðir eða heimsóknir. Við biðlum til íbúa, aðstandenda og annarra gesta að fara ekki í mannfagnaði eða aðrar samkomur með íbúa.
- Fullbólusettir aðstandendur sem dvalið hafa erlendis– eins og áður mega þeir koma í heimsókn að höfðu samráði við stjórnendur deilda og að því tilskyldu að þeir séu með öllu einkennalausir. Skylt er að hafa farið í skimun eftir að þeir koma til landsins og að niðurstaða liggi fyrir áður en þeir koma í heimsókn.
- Óbólusettir aðstandendur sem eru að koma erlendis frá mega ekki koma í heimsókn inn á heimilin fyrr en 14 dagar eru liðnir frá heimkomu (undanþágu er hægt að fá í samráði við stjórnendur deildar ef um skyndileg veikindi/lífslokameðferð er að ræða hjá íbúa).
- Undanþága frá reglum um heimsóknir hverju sinn, er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf leyfi frá vaktstjóra deildar.
Sem fyrr er mikilvægt að hafa í huga að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:
- eru í sóttkví.
- eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
- hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
- eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
- eru með einhver önnur almenn einkenni um veikindi.
Munið að sýna ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Við þurfum öll að hafa í huga persónulegar sýkingavarnir s.s. handþvott og handsprittun.
Kær kveðja,
Stjórnendur Höfða