Sóttkví aflétt – opnað fyrir heimsóknir á Ytra Hólmi

Niðurstöður PCR sýnatöku íbúa á Ytra Hólmi liggja fyrir og voru þær allar neikvæðar. Því hefur sóttkví á Ytra Hólmi verið aflétt og opnað aftur fyrir heimsóknir frá og með kl. 13. í dag.

Munið að sýna ýtrustu varkárni og virða sóttvarnarráðstafnir í heimsóknum. Við þurfum öll að hafa í huga persónulegar sýkingavarnir s.s. handþvott og handsprittun.

Kær kveðja,

Stjórnendur Höfða