Undanfarna daga hefur verið frábært veður á Akranesi og hafa íbúar Höfða og dagdeildarfólk notað það til gönguferða um nágrennið. Í næstu viku bætist við ný gönguleið þegar Samfélagsstígurinn verður tekinn í notkun, en han liggur frá lóð Höfða og niður á Sólmundarhöfðann. Þessa dagana er verið að ljúka við smíði sólpalls við stíginn og verður þarna útivistarparadís.
Í gær tóku margir þátt í útileikjum; golfpútti, keilukasti o.fl. á nýju aðstöðunni sunnan við viðbygginguna. Þar eru einnig stórir gróðurkassar með jarðarberjaplöntum, kryddjurtum og káli og fylgjast íbúar Höfða vel með hvernig til tekst með ræktunina.