Fundur með aðstandendum

Í gær var haldinn fundur með aðstandendum þeirra sem búa á Höfða. Dagskrá fundarins var svohljóðandi:

  1. Fjármál, framkvæmdir, greiðsluþátttaka íbúa í vistgjöldum: Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri
  2. Breyting við flutning móður á hjúkrunarheimili: Guðrún Björnsdóttir aðstandandi
  3. Allir í einbýli – breyting  á starfsemi við afnám tvíbýla: Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri
  4. Vinir Höfða – kynning á aðstandendafélagi: Guðrún Elsa Gunnarsdóttir
  5. Umræður og fyrirspurnir.

Þá fór fram skrifleg könnun meðal fundarmanna um hvað þeim fyndist um þjónustuna á Höfða og hvaða ábendingar þeir hefðu varðandi aðstöðu og þjónustu. Niðurstaða þessarar könnunar var mjög jákvæð.

Hátt í 70 manns sóttu fundinn.