Hátíð hafsins var haldin á Akranesi um helgina. Meðal skemmtiatriða var kappróður og sendi Höfði í fyrsta sinn róðrarsveit til keppni. Sveitin stóð sig vel undir öruggri stjórn Guðnýjar kapteins og lenti í 2.sæti, en sveit Vignis Jónssonar sigraði.
Sveit Höfða skipuðu:
Guðný Aðalgeirsdóttir,
Helga Atladóttir,
Ásta Björk Arngrímsdóttir,
Katrín Baldvinsdóttir,
Sóley Dögg Guðbjörnsdóttir,
Vilborg Inga Guðjónsdóttir og
Fanney Reynisdóttir.