Góðar gjafir

Við hátíðarguðsjónustu á Höfða á hvítasunnudag bárust heimilinu góðar gjafir.

 

Afkomendur hjónanna Guðbjargar Guðjónsdóttur og Guðmundar Jónassonar frá Bjarteyjarsandi gáfu nýtt altari og afkomendur hjónanna Guðveigar Jónsdóttur og Eiríks Jónssonar frá Gröf gáfu nýtt ræðupúlt.

 

Sr. Eðvarð Ingólfsson vígði altarið og ræðupúltið og þakkaði þessar góðu gjafir.

 

Bæði altarið og ræðupúltið voru smíðuð af Þóri Gíslasyni húsgagnasmið í Hafnarfirði.

 

Að athöfn lokinni var boðið upp á veitingar. Þar þakkaði framkvæmdastjóri Höfða fyrir þessar góðu gjafir og þann góða hug sem þeim fylgdi.