Írskir dagar á Höfða

Í gær hófust írskir dagar á Höfða með söngskemmtun Þorvaldar Halldórssonar sem skemmti Höfðafólki með gömlu góðu lögunum. Yfir 100 manns troðfylltu Höfðasalinn og tóku vel undir með Þorvaldi og sumir stigu dansspor. Boðið var upp á léttar veitingar í tilefni írsku daganna.

 

Þá hefur heimilið verið skreytt með írskum fánum, blöðrum o.fl. Írska stemmningin sem ríkir á Akranesi þessa helgi er því ekki síður á Höfða en annars staðar í bænum.