Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized

Ásmundur kvaddur.

Stjórn Höfða bauð íbúum og starfsmönnum til samsætis s.l. föstudag til heiðurs Ásmundi Ólafssyni fyrrv.framkvæmdastjóra Höfða og Jónínu Ingólfsdóttur konu hans. Sigríður Gróa Kristjánsdóttir formaður stjórnar Höfða ávarpaði Ásmund og þakkaði honum vel unnin og farsæl störf í 24 ár. Þá færði hún honum að gjöf frá Höfða málverk af Innsta-Vogi, en fjölskylda Ásmundar átti Innsta-Vog í áratugi.

 

Þá færði Ásmundur Höfða að gjöf mynd af móður sinni, Ólínu Ásu Þórðardóttur og Svövu Finsen á unglingsárum en Ólína Ása er elsti íbúi Höfða, tæplega 98 ára gömul.

 

Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri Höfða þakkaði Ásmundi fyrir lipurð við framkv.stjóraskipti og hve góðu búi hann skilar.

 

Nokkrir íbúar Höfða tóku til máls og þökkuðu Ásmundi góð kynni, þau voru Elín Frímannsdóttir, Eggert B.Sigurðsson, Skúli Þórðarson og Stefán Bjarnason.

 

Þá var flutt ávarp frá Valgarði L.Jónssyni. Flutt var tónlistaratriði undir stjórn Patrycju B.S.Mochola tónlistarkennara, sem starfaði á Höfða í sumar. Boðið var upp á góðar veitingar sem Bjarni Þór Ólafsson bryti og hans fólk hafði útbúið af alkunnri snilld.

 

Í þessu kveðjuhófi kom glöggt fram sá mikli hlýhugur sem fólkið á Höfða ber til Ásmundar Ólafssonar.

Umhverfisverðlaun afhent.

Skipulags- og umhverfisnefnd bæjarins efndi til móttöku á Kirkjuhvoli í dag. Þar voru afhentar viðurkenningarfyrir snyrtilegar og vel hirtar lóðir á Akranesi 2005.

Í flokki fyrirtækja/stofnana hlaut Höfði þessa viðurkenningu, fagran skjöld og blómvönd. Sigríður Gróa Kristjánsdóttir formaður stjórnar Höfða og Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri veittu viðurkenningunni móttöku.

Höfði fær umhverfisverðlaun.

Á fundi Skipulags- og umhverfisnefndar bæjarins 5.sept. s.l. voru samþykktar tilnefningar til verðlauna fyrir vel snyrta garða og umhverfi á Akranesi. Veitt eru þrenn verðlaun; fyrir sérbýli, fjölbýlishús og fyrirtæki/stofnanir.

 

Dvalarheimilið Höfði hlaut viðurkenningu í flokki fyrirtækja/stofnana fyrir lóð sína, en mikil áhersla hefur verið lögð á umhverfi heimilisins um langt árabil.

 

Þá hafa þær Elísabet Ragnarsdóttir og Erla Björg Sveinsdóttir starfsmenn sjúkraþjálfunar byggt upp stórfallegt blómabeð sunnan við heimilið í samstarfi við nokkra íbúa og starfsmenn heimilisins.

Stórgjöf til dvalarheimilins

Jóhannes Gunnarsson bifvélavirki, sem bjó á Dvalarheimilinu Höfða frá 1. des.2001 til dánardags 13. júlí 2005 arfleiddi Höfða að öllum sínum fjármunum, alls tæpum 5,7 millj.kr. sem lagðar hafa verið í gjafasjóð Höfða og munu verða notaðir til kaupa á nauðsynlegum tækjum og búnaði sem koma íbúum heimilisins til góða.

Jóhannes hafði áður gefið Höfða stórgjafir, alls 8 millj.kr. á árunum 2000 og 2002. Þessar höfðinglegu gjafir hafa nýst mjög vel og eiga stóran þátt í því að Höfði er eitt best búna dvalarheimili landsins. fæddist að Kistufelli í Lundarreykjadal árið 1913 og var lengst af kenndur við þann stað. Hann bjó á Akranesi frá árinu 1933, lengst á Laugarbraut 14 (Kistufelli) og Heiðargerði 15. Jóhannes starfaði lengi hjá Sementsverksmiðjunni, einnig var hann aðstoðarmaður í Bíóhöllinni. Hann átti sæti í stjórnum Iðnaðarmannafélags Akraness,Bindindisfélags ökumanna og Leikfélags Akraness. Auk þess starfaði hann í Skátafélagi Akraness og Góðtemplarareglunni um árabil.

Stjórn Höfða, starfsfólk og íbúar minnast Jóhannesar með hlýhug og þakklæti fyrir einstakan höfðingsskap.