Aðventuhátíð var haldin á Höfða í gær. Sr. Eðvarð Ingólfsson stjórnaði samkomunni. Ræðumaður var Sigríður Kr.Valdimarsdóttir og Guðrún Valdís dóttir hennar lék á píanó Sr. Eðvarð fór með gamanmál og Kammerkór Akraness söng. Að lokum sameinuðust allir viðstaddir í bæn.
Hátíðin var vel sótt af Höfðafólki og tókst í alla staði mjög vel.
Sr. Eðvarð Ingólfsson í ræðustól.
Til vinstri eru Hulda Ragnarsdóttir og Helga Indriðadóttir. Fyrir miðri mynd er Sigurjón Jónsson og lengst til hægri Guðbjörg Pétursdóttir.
Guðrún Valdís Jónsdóttir leikur á píanó. Til vinstri situr Bryndís kona sr.Eðvarðs
Í dag heimsóttu Höfða þrír starfsmenn frá sjúkraþjálfun og handavinnu Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi. Þær skoðuðu heimilið í fylgd Ingibjargar Ólafsdóttur iðjuþjálfa og fengu upplýsingar um þá starfsemi sem fer fram í sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og handavinnu Höfða. Einnig skoðuðu þær hjálpartækjakost heimilisins.
OPIÐ HÚS á Höfða í gær tókst einstaklega vel. Um 400 manns heimsóttu Höfða og skoðuðu þær sýningar sem boðið var upp á, þ.e. málverkasýningu Sveins Guðbjarnasonar, ljósmyndasýningu Helga Daníelssonar og sýningu á skipslíkönum í eigu Sveins Sturlaugssonar.
Allar sýningarnar gerðu mikla lukku. Gömlu ljósmyndirnar og skipslíkönin rifjuðu upp lífið á Akranesi á sjöunda áratugnum. Málverk Sveins vöktu mikla athygli og fjölmargir vildu kaupa myndir, en þær voru ekki til sölu að þessu sinni.
Þá var stanslaus ös á bazarnum og mikið selt af þeim fallegu munum sem þar voru til sölu, en flestir voru þeir framleiddir af dagvistarfólki og íbúum á Höfða.
Margir gestanna skoðuðu í leiðinni starfsemi sjúkraþjálfunar og iðjuþjálfunar og litu í heimsókn til íbúa Höfða.
Fremst er Guðrún Hróðmarsdóttir, að baki henni Garðar Halldórsson og þá Sigurbjörg Halldórsdóttir.
Sigríður Beinteinsdóttir lengst til vinstri heilsar upp á gesti.
Alda Jóhannesdóttir og Marianne Ellingsen.
Frá vinstri: Guðjón Guðmundsson, Sigurbjörg Halldórsdóttir og Helgi Daníelsson.
Ásmundur Ólafsson.
Gestir
María Ásmundsdóttir með barnabörnin.
Við veggin sitja frá vinstri: Guðmunda Ólafsdóttir, Dröfn Einarsdóttir og Gunnar Nikulásson. Fremst til hægri er Sigurveig Eyjólfsdóttir.
Myndir Helga Dan vöktu athygli.
Fjölmenni var á bazarnum.
Guðjón Bjarnason frá Bæjarstæði.
Valgerður Einarsdóttir með dóttur sinni og tengdasyni.
Frá vinstri: Margrét Þóroddsdóttir, Adda Ingvarsdóttir og Steinunn Jósefsdóttir.
Gestir skoða myndirnar.
Einar Þóroddsson.
Kristján Pálsson og Berta dótturdóttir hans með barnið sitt.
Sjöfn Jóhannesdóttir lengst til hægri spjallar við gesti.
Anton Ottesen varaformaður stjórnar Höfða spjallar við Guðrúnu Kjartansdóttur frá Akrakoti.
Gestirnir voru á öllum aldri. Til hægri er Sigurbjörg Halldórsdóttir hjúkrunarforstjóri.
Ánægður herramaður.
Jónas Hallgrímsson skoðar skipslíkönin.
Ingólfur Geirdal og frú.
Marianne Ellingsen afgreiðir á bazarnum.
Frá vinstri: Benedikt Jónmundsson stjórnarmaður í Höfða spjallar við gesti.
Sigrún Rafnsdóttir með barnabarn.
Frá vinstri: Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Hrefna Björnsdóttir og Aðalheiður Oddsdóttir.
Mikill áhugi var fyrir bazarvörunum.
Hallgrímur Ólafsson og Ólafur Gíslason.
Kristinn Finnsson og Maríus Guðmundsson
Helga Indriðadóttir með dætrum sínum Helgu Þórnýju og Rósu.
Hörður strandamaður og frú.
Anton Ottesen
Guðmundur Þorsteinsson ræðir við tengdason sinn Jóhannes Guðjónsson.
Hjónin Sigurbjörg Jónsdóttir og Jóhannes Ingibjartsson.
Rut Jónsdóttir.
Ólafía Magnúsdóttir og Sigríður Steinsdóttir.
Elsa Ingvarsdóttir og Hrafnhildur Ólafsdóttir.
Frá vinstri: Guðjón Guðmundsson, Sjöfn Jóhannesdóttir, Jónína Finsen og Þórður Valdimarsson.
Arinbjörg Kristinsdóttir afgreiðir á bazarnum.
Gestir slappa af eftir innkaupin á bazarnum.
Marianne Ellingsen lengst til vinstri afgreiðir viðskiptavini.
Kristinn Finnsson.
Málfríður Þorvaldsdóttir.
Guðný J.Ólafsdóttir heldur á sonarsyninum Bjarti Ólafi. Móðirin Rúna Sigurðardóttir til hægri.
Hallveig Skúladóttir stjórnarmaður í Höfða.
Fremst frá hægri eru Einar Jónsson og Eiríkur Jensen.
Sigurbjörg Ragnarsdóttir til vinstri ræðir við Petru Jónsdóttur. Á milli þeirra sést Steinar Hagalínsson og við súluna Guðjón Guðmundsson.
Emilía Petrea Árnadóttir stjórnaði bazarnum af röggsemi.
Fullt hús á bazarnum.
Skúli Þórðarson.
Frá vinstri: Þórður Valdimarsson og Marinó Árnason.
Við borðið sitja frá vinstri: Friðrika Bjarnadóttir, Haraldur Magnússon og Fjóla Bjarnadóttir. Stamdamdo eru Vigdís Eyjólfsdóttir og Ingileif Daníelsdóttir.
Gestur Friðjónsson heimsótti höfða og lék á harmonikku í félagsrými og á sjúkradeild við góðar undirtektir áheyrenda.
Sitjandi fremst frá hægri: Sveinn Jónsson, Hallveig Eiríksdóttir, Sigurbjörg Oddsdóttir og Steinunn Hafliðadóttir. Að baki þeim frá hægri: Sigríður Sigursteinsdóttir, Hákon Björnsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Málfríður Þorvaldsdóttir, Sigrún Halldórsdóttir og Guðrún Jónsdóttir. Við gluggann sitja Valgerður Einarsdóttir og Guðbjörg Þórólfsdóttir. Á dansgólfinu er Kristín Pálína Magnúsdóttir.
Gestur Friðjónsson.
Fremst sitja frá vinstri: Sveinn Jónsson, Aðalheiður Arnfinnsdóttir, Ólafur Gíslason, Bjarney Hagalínsdóttir, Ólafur Þórðarson, Kristján Pálsson, Sigurður Halldórsson, Sveinn Guðbjarnason, Lilja G.Pétursdóttir, Skúli Þórðarson og Einar Þóroddsson. Bak við Svein er Sigrún Stefánsdóttir.
Helgi Daníelsson heimsótti Höfða í morgun, en sýning á ljósmyndum hans frá sjöunda ártugnum verður opnuð á laugardaginn. Helgi hafði meðferðis fjölda mynda af íbúum Höfða sem teknar voru í lok síðustu aldar. Myndir þeirra Skagamannanna og feðganna Helga og Friðþjófs sonar hans af lífi og starfi Akurnesinga eru ómetanlegar og ræktarsemi þeirra við bæinn sinn einstök.
Í dag kvöddu íbúar og starfsmenn tvær heiðurskonur sem létu af störfum á Höfða fyrr á þessu ári eftir langan og farsælan starfsferil, þær Bryndísi Guðmundsdóttur sem starfaði á Höfða í 23 ár og Svanheiði Friðþjófsdóttur sem starfaði á Höfða í 18 ár.
Báðar störfuðu þær við aðhlynningu og fleiri störf þar til mötuneyti Höfða tók til starfa árið 1992, en þar hafa þær starfað síðan. Hefur Bryndís leyst brytann af, enda afbragðs kokkur og bakari.
Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri ávarpaði þær stöllur, þakkaði stöf þeirra og rakti farsæln starfsferil. Guðjón óskaði þeim góðs gengis á ókomnum árum og að þær mættu njóta eftirlaunaáranna við góða heilsu og farsæld.
Þær Bryndís og Svanheiður þökkuðu íbúum og starfsfólki ánægjuleg samskipti og óskuðu Höfða og þeim sem þar búa og starfa alls góðs.
Bryndís Guðmundsdóttir og Svanheiður Friðþjófsdóttir.
Frá vinstri: Svanheiður Friðþjófsdóttir, Ingibjörg Rósa Aðalsteinsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir.
Svanheiður Friðþjófsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir.
Svanheiður Friðþjófsdóttir.
Standandi: Bryndís Guðmundsdóttir og Guðjón Guðmundsson.
Svanheiður Friðþjófsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir.
Guðjón Guðmundsson afhendir Svanheiði Friðþjófsdóttur Grettistak og blómvönd. Til vinstri sjást Steinunn Hafliðadóttir og Kristján Pálsson og til hægri Magni Ingólfsson.
S.l. laugardag heimsóttu Höfða Margrét Margeirsdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og Bryndís Steinþórsdóttir. Með þeim í fylgd voru þau Bragi Níelsson og Bjarnfríður Leósdóttir frá Félagi eldri borgara á Akranesi.
Margrét A.Guðmundsdóttir tók á móti þessum góðu gestum og sýndi þeim heimilið. Gestunum leist vel á Höfða og aðbúnað allan.
Frá vinstri: Bragi Níelsson, Margrét Margeirsdóttir, Bryndís Steinþórsdóttir og Bjarnfríður Leósdóttir.
Hið árlega kökukvöld Höfðafólks var haldið í gærkvöldi. Þar koma starfsmenn með kökur og annað góðgæti að heiman og bjóða íbúum hússins til veislu. Þetta árlega boð starfsmanna lýsir þeim góða anda og þeirri vináttu sem er milli starfsmanna og íbúa Höfða.
Starfsmenn skipa árlega nefnd til að undirbúa kökukvöld. Að þessu sinni var nefndin skipuð þeim Rakel, Guðmundu, Vigdísi, Hrönn og Maríönnu. Dagskrá kökukvöldsins var þannig að Guðjón ávarpaði samkomuna, Gísli S.Einarsson spilaði og söng, karlakórinn krummarnir söng nokkur lög, hjónin Sigurbjörg og Hallgrímur kváðu rímur og dúettinn Nína og Dalla söng nokkur lög.
Þetta skemmtikvöld tókst frábærlega og var mjög vel sótt af íbúum og starfsmönnum.
Frá vinstri: Hulda Ragnarsdóttir, Sóley Sævarsdóttir, María Ásmundsdóttir, Ragna Ragnarsdóttir, Sigríður Sigurlaugsdóttir, Sigrún Björgvinsdóttir og Ásta Kristjánsdóttir.
Halla Jónsdóttir og Stefán Bjarnason
Fjærst situr Helga Jónsdóttir, þá Auður Ólöf Böðvarsdóttir með barnabarn sitt og Guðný Guðjónsdóttir. Að baki þeim sjást frá vinstri: Ingibjörg Ólafsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Sóley Sævarsdóttir, Sigurbjörg Ragnarsdóttir, María Ásmundsdóttir og Ragna Ragnarsdóttir.
Guðjón Guðmundson.
Nína og Dalla
Frá vinstri: Einar Þóroddsson, Sveinn Jónsson, Grétar Jónsson, Valgarður L.Jónsson, Aðalheiður Arnfinnsdóttir, Bjarney Hagalínsdóttir, Valgerður Einarsdóttir og Sigurður B.Sigurðsson.
Til vinstri: Sveinn Arnar Sæmundsson. 2.frá hægri: Sigursteinn Hákonarson.
Frá vinstri: Sigurlaug Garðarsdóttir, Guðmundína Hallgrímsdóttir og Anna Fríða Magnúsdóttir.
Frá vinstri: Anna Erlendsdóttir, Steinunn Hafliðadóttir, Guðrún Adolfsdóttir, Lilja Pétursdóttir og Sigrún Halldórsdóttir.
Frá vinstri: Sigrún Stefánsdóttir, Málfríður Þorvaldsdóttir, Kristín Kristinsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir og hjónin Valur Gunnarsson og Ása Ólafsdóttir.
Fremst til vinstri: Kristján Pálsson og Guðjón Guðmundsson.
Frá vinstri: Jónas Kjerúlf, Elíasbet Ragnarsdóttir, Baldur Magnússon, Sólveig Kristinsdóttir og Sigrún Valgarðsdóttir.
Frá vinstri: Þröstur Þór Ólafsson, Reynir Eyvindarson, Sveinn Arnar Sæmundsson, Sigursteinn Hákonarson, Þorleifur Örnólfsson og Jón Gunnar Axelsson.
Við borðið sitja frá vinstri: Sigríður Beinteinsdóttir, Magni Ingólfsson, Björn Sigurbjörnsson, Halla Jónsdóttir og Jón Ákason. Hægra megin við súluna situr Svava Símonardóttir.
Kristján Pálsson og Guðjón Guðmundsson. Við borðsendann situr Sigurjón Jónsson.
Hallgrímur Árnason og Sigurbjörg Halldórsdóttir.
Frá vinstri: Hulda Ragnarsdóttir, Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Sóley Sævarsdóttir og María Ásmundsdóttir.
Fjær sjást Sólveig Kristinsdóttir, Baldur Magnússon og Hildur Bernódusdóttir.
Frá vinstri: Sigrún Stefándóttir, Málfríður Þorvaldsdóttir og Kristín Kristinsdóttir.
Frá hægri: Magnús Guðmundsson, Jónína Finsen og Lilja Ingimarsdóttir.
Nína og Dalla
Málfríður Þorvaldsdóttir.
Frá vinstri: Júlíana Karvelsdóttir, Katrín Baldvinsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir og Aríana Guðmundsdóttir.
Ása Ólafsdóttir og Gísli S.Einarsson.
Frá vinstri: Bjarni Guðmundsson, Svava Símonardóttir, Sigríður Jónsdóttir, Helga Árnadóttir og Rut Jónsdóttir.
Starfsfólk eldhúss uppábúið. Frá vinstri: Svandís Stefánsdóttir, Sigrún Sigurgeirsdóttir, Nanna Sigurðardóttir, Halldóra Magnúsdóttir, Ingigerður Höskuldsdóttir og Jónína Finnsdóttir.
Frá vinstri: Sigríður Sigursteinsdóttir, Hákon Björnsson, Þuríður Jónsdóttir, Gunnar Guðjónsson, Guðbjörg Pétursdóttir, Sigurbjörg Oddsdóttir, Ragnar Guðmundsson, Sigríður Ármannsdóttir, Margrét Níelsdóttir og Ólafía Magnúsdóttir.
Frá vinstri: Sigurbjörg Halldórsdóttir, Guðrún Eyjólfsdóttir og Guðríður Halldórsdóttir.
Í gær og í dag hafa íbúar og starfsmenn Höfða staðið í sláturgerð. Tekin voru 120 slátur. Mikið stuð var á fólki í sláturgerðinni og handtökin fagmannleg, enda hafa flestir sem þarna voru tekið slátur á hverju hausti í áratugi.
Létt var yfir fólki við sláturgerðina og augljóst að fólk hafði gaman af þessu verkefni. Fyrsta sláturmáltíðin verður framreidd á morgun og meiningin er að taka fleiri slátur í næstu viku enda er slátrið vinsæll matur hjá íbúum og starfsfólki Höfða.
Yfirblandari í sláturgerðinni var Svandís Stefánsdóttir.
Frá vinstri: Bára Pálsdóttir, Rannveig Jóhannesdóttir og Guðný Þorvaldsdóttir. Að baki henni er Valgerður Einarsdóttir.
Frá vinstri: Sigríður Guðmundsdóttir, Guðný Þorvalsdóttir og Málfríður Þorvaldóttir.
Sigurður Halldórsson.
Frá vinstri: Bryndís Guðmundsdóttir og Sigríður Ketilsdóttir.
Frá vinstri: Sigríður Beinteinsdóttir, Margrét A.Guðmundsdóttir og Guðrún Bjarnadóttir.
Sitjandi: Valgerður Einarsdóttir. Standandi: Margrét A.Guðmundsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir.
Rannveig Jóhannesdóttir.
Ingigerður Höskulsdóttir.
Frá vinstri: Sjöfn Jóhannesdóttir, Halla Jónsdóttir og Guðrún Bjarnadóttir.
Frá vinstri: Anna Erlendsdóttir, Lára Gunnarsdóttir, Bára Pálsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir.
Bjarni Þór Ólafsson.
Svandís Stefánsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir.
Frá vinstri: Valgerður Einarsdóttir, Aðalheiður Arnfinnsdóttir og Málfríður Þorvaldsdóttir.
Frá vinstri: Sjöfn Jóhannesdóttir, Sigríður Beinteinsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir og Halla Jónsdóttir.
Bryndís Guðmundsdóttir nær og Svandís Stefánsdóttir fjær.
Guðný Þorvaldsdóttir og Guðrún Bjarnadóttir.
Frá vinstri: Guðrún Bjarnadóttir, Anna Erlendsdóttir og Lára Gunnarsdóttir.
Kristinn Finnsson.
Frá vinstri: Málfríður Þorvaldsdóttir, Sjöfn Jóhannesdóttir, Halla Jónsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Anna Erlendsdóttir og Lára Gunnarsdóttir.
Dvalarheimilið Höfði er nú lýst upp með bleiku ljósi í tilefni af því að í október er vakin athygli á brjóstakrabbameini hér á landi. Þetta er hluti af árveknisátaki, en tákn þess er bleika slaufan.
Bleika slaufan liggur frammi á Höfða. Það fé sem safnast er notað til verkefna sem valin eru af Krabbameinsfélaginu og Samhjálp kvenna.
Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis hefur verið þátttakandi í átakinu síðan 2004 en þá var Sjúkrahús Akraness lýst upp í bleiku og í fyrra var það Akraneskirkja.