Steingrímur J.Sigfússon formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Jón Bjarnason þingmaður flokksins heimsóttu Höfða í dag. Í fylgd með þeim var Rún Halldórsdóttir bæjarfulltrúi og stjórnarmaður í Höfða.
Gestirnir ræddu við heimilisfólk og starfsmenn og kynntu sér starfsemi heimilisins.
Skagakonan Valdís Einarsdóttir sigraði í 8.skipti í piparkökuhúsakeppni Kötlu nú fyrir jólin. Að þessu sinni var verðlaunahúsið líkan af Höfða, móttökuhúsi Reykjavíkurborgar. Margir hafa skoðað húsið síðan það var sett upp í gær og eru allir sammála um að þetta sé snilldar handverk
Verðlaunahús Valdísar verður til sýnis á Höfða fram yfir áramót og fer vel á því að Reykjavíkur Höfði sé sýndur á Höfða Akranesi.
Þess má geta að Valdís er dóttir Sigríðar Jónsdóttur og tengdadóttir Herdísar Ólafsdóttur, sem báðar búa á Höfða.
MND samtökin á Íslandi hafa að undanförnu staðið fyrir söfnun notaðra hjálpartækja til að senda MND félaginu í Mongólíu.
Ingibjörg Ólafsdóttir iðjuþjálfi og Elísabet Ragnarsdóttirsjúkraþjálfari hafa tekið til tæki sem hætt er að nota á Höfða og voru þau afhent Guðjóni Sigurðssyni formanni MND samtakanna á Íslandi í dag.
Tækin sem gefin voru eru hjólastóll, göngugrindur, hækju, stafir og salernisupphækkanir.
Í dag var haldið jólaball fyrir börn og barnabörn íbúa og starfsmanna Höfða. Jólasveinarnir Kertasníkir og Skyrgámur komu í heimsókn og dansað var í kringum jólatréð. Börnin fengu gos og poka með góðgæti og foreldrarnir kaffi og smákökur.
Gísli S.Einarsson bæjarstjóri stjórnaði jólaballinu af sinni alkunnu snilld, en Gísli hefur stjórnað jólaböllunum á Höfða eins lengi og elstu menn muna. Hann hefur einnig verið óþreytandi við að skemmta íbúum Höfða við ýmis tækifæri svo sem Höfðagleði, kökukvöld, kaffihúsakvöld o.fl. Er ástæða til að þakka Gísla fyrir þá ræktarsemi sem hann sýnir fólkinu á Höfða.
Unga fólkið og foreldrarnir troðfylltu samkomusalinn á Höfða og var það mál manna að aldrei hefðu fleiri sótt jólaballið en að þessu sinni.
Haraldur Magnússon. Til hægri er Sigrún Sigurjónsdóttir.
Sitjandi frá vinstri: Hallveig Eiríksdóttir, Marinó Árnason, Sigurveig Eyjólfsdóttir, Svava Símonardóttir, Rannveig Jóhannesdóttir, Hrafnhildur Ólafsdóttir og Aðalheiður Arnfinnsdóttir. Standandi til vinstri Kristín Magnúsdóttir
Stefán Þórðarson og Ólöf Guðjónsdóttir
Dansað með jólasveinunum
Kók og nammi var vel þegið af yngstu kynslóðinni
Fremst sitja Arndís Þórðardóttir og Jóhanna S.Gylfadóttir með barnabarn. Fyrir aftan frá vinstri: Valur Bjarnason, Bjarni Guðmundsson, Jón Ákason, Guðrún Eyjólfsdóttir og Halla Jónsdóttir.
Gísli S.Einarsson stjórnaði traffíkinni
Dansað kringum jólatréð
Lilja Pétursdóttir og Anna Erlendsdóttir
Guðríður Halldórsdóttir og Ásta Kristjánsdóttir
Anna Lára Ármannsdóttir, Dagný Tómasdóttir, Tómas Berg og Þórður Ármannsson.
Setið að veitingum
Dansað kringum jólatréð
Frá vinstri: Valur Bjarnason, Bjarni Guðmundsson og Guðrún Eyjólfsdóttir. Að baki þeim frá vinstri: Hrafnhildur Ólafsdóttir, Aðalheiður Arnfinnsdóttir, Kristinn Finnsson, Jón Ákason, Áki Jónsson og Halla Jónsdótti
Gaman, gaman
Kertasníkir og Skyrgámur
Frá vinstri: Sigþór Þorgilsson, Hallveig Eiríksdóttir, Sigrún Stefánsdóttir og Steinunn Jósefsdóttir.
Þessa dagana er mikið að gera hjá Guðnýju hárgreiðslukonu sem stendur myrkranna á milli við að klippa og snyrta íbúa og starfsmenn Höfða fyrir jólin og einnig fyrir fólk utan úr bæ. Við smelltum mynd af henni þegar hún var að eiga við höfuð Elísabetar sjúkraþjálfara.
Mikil törn er um þessar mundir hjá Guðrúnu fótasérfræðingi, enda vilja flestir vera án líkþorna og óþæginda um jólin. Þegar ljósmyndara bar að garði var Guðrún önnum kafin og að sögn Bjarna bryta mun hún vera að eiga við tær Antons Ottesen varaformanns stjórnar Höfða á myndinni sem fylgir með þessari frétt!
Í morgun komu fjórir nemendur Grundaskóla í heimsókn á Höfða og færðu heimilinu forkunnarfagran handunninn engil og skreyttan poka, en hvort tveggja var unnið af nemendum skólans.
Nemendur Grundaskóla hafa heimsótt Höfða fyrir hver jól í fjölda ára og fært heimilinu fallega hluti gerða af nemendum. Þessar góðu gjafir prýða Höfða.
Höfði færir nemendum Grundaskóla kærar þakkir fyrir þessar góðu gjafir og þann hlýhug sem þeim fylgja.
Mynd frá vinstri: Elsa María Gunnlaugsdóttir, Eva Ösp Sæmundsdóttir, Særós Ýr Þráinsdóttir, Guðrún Ýr Bjarnadóttir og Guðbjartur Hannesson skólastjóri Grundaskóla.
Frá vinstri: Elsa María Guðlaugsdóttir, Eva Ösp Sæmundsdóttir, Særós Ýr Þráinsdóttir, Guðrún Ýr Bjarnadóttir og Guðbjartur Hannesson.
Frá vinstri: Elsa María Guðlaugsdóttir, Eva Ösp Sæmundsdóttir, Særós Ýr Þráinsdóttir og Guðrún Ýr Bjarnadóttir.
Í dag settust nokkrir íbúar Höfða að laufabrauðsskurði. Gaman var að fylgjast með handbragði kvennanna, enda flestar þaulvanar laufabrauðsskurði um áratugaskeið. Verkið gekk vel undir röggsamri stjórn Öddu og Svandísar.
Rannveig Jóhannesdóttir
Svandís Stefánsdóttir og María Ásmundsdóttir.
Frá vinstri: Sigríður Guðmundsdóttir, Lilja Pétursdóttir og Sigrún Stefánsdóttir
Frá vinstri: Sigríður Guðmundsdóttir, Lilja Pétursdóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Guðrún Adolfsdóttir og Guðriður Halldórsdóttir.
Frá vinstri: Guðrún Adolfsdóttir, Svandís Stefánsdóttir og Guðríður Halldórsdóttir.
Frá vinstri: Svandís Stefánsdóttir, Bjarney Hagalínsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir og Sigrún Stefánsdóttir.
Frá hægri: Guðrún Bjarnadóttir, Valgerður Einarsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Sigrún Stefánsdóttir
Aðalheiður Arnfinnsdóttir og Margrét A.Guðmundsdóttir