Miss world keppnin verður haldin í Suður-Afríku á laugardaginn. Fulltrúi Íslands í keppninni er fegurðardrottning Íslands, Guðrún Dögg Rúnarsdóttir, en hún hefur starfað í mötuneyti Höfða síðustu tvö sumur og einnig með skóla síðustu tvo vetur.
Þátttakendur hafa verið í stífum undirbúningi s.l. 7 vikur í London, Dubai og Suður-Afríku frá því snemma á morgnana og fram á kvöld dag eftir dag.
Íbúar og starfsmenn Höfða senda Guðrúnu Dögg baráttukveðjur og óska henni góðs gengis í keppninni.
Í gær var aðventusamkoma á Höfða. Sr. Eðvarð Ingólfsson stjórnaði samkomunni.
Ræðumaður var Ingibjörg Pálmadóttir. Sr. Eðvarð fór með gamanmál. Kór Akraneskirkju söng undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar.
Þá lék Baktríóið, skipaði þeim Sveini Arnari, KristínuSigurjónsdóttur og Baldri Ketilssyni tvö lög, annað þeirra samið af Baldri. Að lokum sameinuðust allir í bæn.
Hátíðin tókst í alla staði mjög vel og var vel sótt af íbúum Höfða og Höfðagrundar sem fylltu samkomusalinn. Eftir samkomuna var svo boðið upp á kaffi og smákökur.
Fremsta röð frá vinstri: Jónína Finsen, Sigurbjörg Oddsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir og Guðjón Guðmundsson. 2.röð frá vinstri: Sigurjón Jónsson, Guðrún Kjartansdóttir Sigrún Halldórsdóttir, Asta Albertsdóttir og Guðrún Finnbogadóttir.
Sr. Eðvarð Ingólfsson.
Sveinn Arnar Sæmundsson, Baldur Ketilsson og Kristín Sigurjónsdóttir leika á hljóðfæri. Að baki þeim er kór Akraneskirkju.
Mikið fjör var á Höfða í lok síðustu viku. Á föstudaginn var ball með Bjórbandinu. Þar var mikið stuð og mikið dansað. Þetta er annað ballið með Bjórbandinu á skömmum tíma, en hljómsveitin spilar músík sem fellur íbúum Höfða vel.
Á laugardag heimsótti svo KK (Kristján Kristjánsson) Höfða og spilaði á gítar, söng og sagði gamansögur. Íbúar og starfsmenn troðfylltu samkomusalinn og höfðu mikla ánægju af heimsókn þessa góða gests. Þess má geta að tengdamóðir KK, Rannveig Hálfdánardóttir, er íbúi á Höfða.
Frá hægri: Hörður Jónsson, Gylfi Þórðarson, Guðrún Kjartansdóttir, Marta Ásgeirsdóttir, Ingibjörg Rósa Aðalsteinsdóttir, Sigurlaug Garðarsdóttir, Ragnheiður Björnsdóttir, Þórey Einarsdóttir og Lára Arnfinnsdóttir.
Í gær hófst gleðivika á Höfða og stendur hún til 25.nóvember. Þema vikunnar er bleiki liturinn. Starfsmenn klæðast og punta sig með bleiku. Bleiki liturinn er auk þess hafður til skrauts víðs vegar í húsinu. Meira að segja maturinn í gær var bleikur (soðinn lax).
Guðný Aðalgeirsdóttir.
Bleikt og meira bleikt.
Frá vinstri: María Kristinsdóttir, Unnur Guðmundsdóttir og Margrét A.Guðmundsdóttir.
Í tilefni Vökudaga á Akranesi var opnuð sýning á handverki og list starfsmanna, íbúa og dagdeildarfólks á Höfða s.l. föstudag.
Við opnunina söng nýstofnaður kór starfsmanna Höfða nokkur lög undir stjórn Heiðrúnar Hámundardóttur. Gunnþórunn Valsdóttir og Bjarney Guðbjörnsdóttir léku undir á hljóðfæri.
<pMjög margir lögðu leið sína á sýninguna sem stóð alla helgina og við opnunina var troðfullt af fólki sem skoðaði það sem til sýnis var af miklum áhuga og klappaði kórnum lof í lófa fyrir góðan flutning.
Segja má að þessi sýning hafi slegið í gegn, enda fjölbreytt handverk og listmunir til sýnis sem vöktu óskipta athygli sýningargesta. Nokkrir íbúa Höfða voru með sölubása og seldu vel af handverki sínu.
Bjarney Guðbjörnsdóttir. Lengst til hægri er Gunnar Sigurðsson.
Til hægri er Jón Einarsson. Í fremstu röð frá hægri sjást Ragnheiður Guðbjartsdóttir, Guðrún Vilhjálmsdóttir, Kristinn Finnsson og Kristín Alfreðsdóttir. Við vegginn standa Fanney Reynisdóttir og Sigurbjörg Ragnarsdóttir.
Frá hægri: Maggi G.Ingólfsson og Baldur Magnússon.
Gunnþórunn Valsdóttir. Frá hægri standa: Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Fanney Reynisdóttir og Gunnar Sigurðsson og Gunnar Sigurðsson.
Í dag flutti Jónasarhópurinn úr Kópavogi skemmtidagskrá á Höfða. Sögumaður og dagskrárstjóri var Þórður Helgason cand mag og dósent við KHÍ. Þórarinn J.Ólafsson tenor söng við undirleik Julian Hewlett píanóleikara. Þá fluttu 7 konur ljóð úr ljóðabókinni Í sumardal. Ljóðin tengjast öll Jónasi Hallgrímssyni.
Mjög góð aðsókn var að þessari skemmtidagskrá og undirtektir góðar.
Í tilefni af Vökudögum verður opnuð sýning á handverki íbúa og starfsmanna Höfða n.k. föstudag kl. 17. Nokkrir íbúar verða með sölubása á sýningunni sem stendur til sunnudags.
Við opnunina syngur nýstofnaður kór starfsmanna Höfða nokkur lög undir stjórn Heiðrúnar Hámundardóttur og boðið verður upp á léttar veitingar.
Eufemia Berglind Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur á Höfða hélt í dag fyrirlestur um heilabilun fyrir starfsfólk, íbúa og aðstandendur. Um 50 manns sóttu fyrirlesturinn.
Eufemia Berglind var með kynningu á glærum og fór yfir mismunandi kenningar um orsök og afleiðingar heilabilunar. Í máli hennar kom fram að Alsheimer sjúkrómur getur greinst í einstaklingum frá 40 ára aldri og að endurhæfing sjúklinga er mjög mikilvæg til að viðhalda sem lengst sem mestu minni, en í sjúkdómsferlinu eru einkenni oft hægfara og óljós.
Eufemia Berlind og móðir hennar, Lilja G.Pétursdóttir íbúi á Höfða, færu heimilinu að gjöf fjórar bækur um heilabilun.
Fremsta röð frá hægri: Guðjón Pétursson, Kristín P.Magnúsdóttir, Sigurður Halldórsson, Eygló H.Halldórsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Steinunn Hafliðadóttir.
Davíð Ólafsson bassi og Stefán Helgi Stefánsson tenór fluttu sönglög og dúetta á Höfða í dag. Söngur þeirra félaga vakti mjög mikla hrifningu hjá íbúm Höfða sem troðfylltu samkomusalinn. Davíð og Stefán Helgi munu væntanlega heimsækja Höfða aftur í desember.
Hin árlega kvöldvaka sem starfsfólk Höfða býður íbúum til var haldin s.l. miðvikudagskvöld. Boðið var upp á kökur og góðgæti sem starfsmenn komu með að heiman og voru veitingar glæsilegar að vanda. Þetta árlega boð lýsir þeim góða anda sem ríkir á Höfða.
Guðjón setti skemmtunina og fór með kveðskap í léttum dúr og síðan rak hvert skemmtiatriðið annað: Magadansflokkur frá Mangó dansstúdíói sýndi listir sínar, þrjár ungar stúlkur Sunnar RósSigmundsdóttir, Aldís Eir Valgeirsdóttir og Aldís Lind Benediktsdóttir sungu nokkur lög, Margrét Saga söng nokkur lög, m.a. eitt frumsamið, við undirleik föður síns Gunnars SturluHervarssonar og hópur dansara frá Feban sýndi línudans.
Skemmtinefnd skipuðu þær Erla B.Sveinsdóttir, Ester Theódórsdóttir, Gréta Jóhannesdóttir, Guðný S.Sigurðardóttir og Þórey Einarsdóttir.
Þetta skemmtikvöld tókst frábærlega vel og var mjög vel sótt af íbúum og starfsmönnum.
Kræsingar á borðum.
Frá vinstri: Þórey Einarsdóttir, Erla B.Sveinsdóttir, Guðný Sigurðardóttir, Gréta Jóhannesdóttir, Vilborg Inga Guðjónsdóttir.
Gunnar Sturla Hervarsson og Margrét Saga Gunnarsdóttir.
Sunna Rós, Aldís Lind og Aldís Eir.
Frá vinstri: Hulda Ragnarsdóttir, Sólveig Kristinsdóttir, Júlána Karvalsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir (við borðsendann). Fremst til hægri situr Vilborg Inga Guðjónsdóttir
Guðjón Guðmundsson.
Magadansflokkur.
Frá vinstri: Sigrún Halldórsdóttir, Ólafía Magnúsdóttir, Sigurbjörg Oddsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Guðný Þorvaldsdóttir, Valgarður L.Jónsson og Sigrún Stefánsdóttir.
Frá vinstri: Hólmsteinn Valdimarsson, Alfreð Kristjánsson, Jón Einarsson, Einar Jónssn, Kristján Pálsson og Lilja Pétursdóttir.