Aðventusamkoma

Í gær var aðventusamkoma á Höfða. Sr. Eðvarð Ingólfsson stjórnaði samkomunni.

 

Ræðumaður var Ingibjörg Pálmadóttir. Sr. Eðvarð fór með gamanmál. Kór Akraneskirkju söng undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar.

 

Þá lék Baktríóið, skipaði þeim Sveini Arnari, Kristínu Sigurjónsdóttur og Baldri Ketilssyni tvö lög, annað þeirra samið af Baldri. Að lokum sameinuðust allir í bæn.

 

Hátíðin tókst í alla staði mjög vel og var vel sótt af íbúum Höfða og Höfðagrundar sem fylltu samkomusalinn. Eftir samkomuna var svo boðið upp á kaffi og smákökur.