S.l. föstudag var haldið upp á 35 ára afmæli Höfða, en fyrstu íbúarnir fluttu inn á heimilið 2.febrúar 1978. Boðið var upp á kaffi og glæsilegt kökuhlaðborð og sá Sigurlaug Garðarsdóttir starfsmaður mötuneytis um baksturinn.
Ásmundur Ólafsson fyrrverandi framkvæmdastjóri lýsti aðdraganda að stofnun Höfða, byggingasögu og starfsemi heimilisins. Var góður rómur gerður að erindi hans. Þá söng Valgerður Jónsdóttir nokkur lög við undirleik Þórðar Sævarssonar.
Talsvert á annað hundrað manns sóttu þessa afmælishátið.