Starfsmenn kvaddir

Í dag kvaddi Höfðafólk starfsmenn sem látið hafa af störfum á Höfða á síðustu mánuðum eftir langan og farsælan starfsferil, þær Arínu Guðmundsdóttur sem var sjúkraliði á Höfða í 16 ár, Sigrúnu Valgarðsdóttur sem var hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri öldrunardeildar í 11 ár, Júlíönu Karvelsdóttur sem starfaði við aðhlynningu í 12 ár og Eddu Guðmundsdóttur sem sem starfaði í býtibúri og síðan við iðjuþjálfun í 9 ár.


Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri þakkaði störf fjórmenninganna og rakti farsælan starfsferil þeirra. Guðjón óskaði þeim góðs gengis á ókomnum árum og að þau mætti njóta eftirlaunaáranna við góða heilsu og farsæld. Kristján Sveinsson formaður stjórnar Höfða afhenti konunum blómvönd og litla gjöf frá Höfða