Samfélagsverkefni

Í morgun heimsóttu Höfða 25 ungmenni úr 7.bekk í Grundaskóla. Með þeim í för var Úrsúla Ásgrímsdóttir umsjónarkennari bekkjarins.

 

Krakkarnir lásu ljóð og spiluðu á fiðlu og píanó. Að því loknu spiluðu þau og tefldu við Höfðafólk og einnig buðu þau fólki í minigolf.

 

Þessi heimsókn var liður í samstarfi við Norðurál sem greiðir rútu fyrir bekkinn til ferðar í Reykjaskóla að því tilskyldu að þau taki þátt í einhverju samfélagsverkefni.

 

Greinilegt var að bæði Höfðafólk og ungmennin höfðu mikla ánægju af þessari samverustund. Í næstu viku kemur svo annar hópur úr Grundaskóla á Höfða í sama tilgangi.