S.l. föstudag heimsótti Höfða um 50 manna hópur fyrrverandi alþingismanna og maka, en hópurinn var í dagsferð á Akranesi. Guðjón Guðmundsson og Margrét A.Guðmundsdóttir tóku á móti gestunum og buðu upp á veitingar í Höfðasal þar sem þeim var kynnt starfsemi heimilisins. Guðrún Agnarsdóttir þakkaði fyrir hönd gestanna fyrir góðar móttökur.
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: júlí 2012
Írskir dagar á Höfða
Í gær hófust írskir dagar á Höfða með söngskemmtun Þorvaldar Halldórssonar sem skemmti Höfðafólki með gömlu góðu lögunum. Yfir 100 manns troðfylltu Höfðasalinn og tóku vel undir með Þorvaldi og sumir stigu dansspor. Boðið var upp á léttar veitingar í tilefni írsku daganna.
Þá hefur heimilið verið skreytt með írskum fánum, blöðrum o.fl. Írska stemmningin sem ríkir á Akranesi þessa helgi er því ekki síður á Höfða en annars staðar í bænum.
Sumarferð
Hin árlega sumarferð Höfðafólks var farin í gær. 50 manns tóku þátt í ferðinni, íbúar Höfða og dagdeildarfólk ásamt nokkrum starfsmönnum. Lagt var af stað kl. 13 og ekið um Bessastaði, Álftanes, Hafnarfjörð og til Keflavíkur þar sem boðið var upp á kaffihlaðborð í Kaffi Duus. Eftir kaffið litu margir við í safni sem er í sama húsi, en þar má sjá á annað hundrað skipslíkön auk fjölda gamalla muna og ljósmynda frá liðinni tíð. Næst var ekið til Grindavíkur og þaðan um hinn nýja Suðurstrandarveg til Þorlákshafnar og síðan haldið heim um Þrengslin og með Hafravatni. Heim var svo komið kl. 18,50.
Á suðurleiðinni rigndi nokkuð á Kjalarnesi og til Kópavogs en eftir það var blíðskaparveður alla leið. Ferðast var með sérútbúinni hjólastólarútu frá Sæmundi. Leiðsögumaður var Björn Ingi Finsen og var leiðsögn hans stórskemmtileg og fróðleg.