Hin árlega Höfðagleði var haldin s.l. föstudagskvöld. Á Höfðagleði mæta íbúar, starfsmenn, fyrrverandi starfsmenn sem hafa hætt vegna aldurs og stjórn Höfða.
Boðið var upp á glæsilega þriggja rétta veislumáltíð sem Haukur kokkur og hans fólk í eldhúsinu reiddi fram.
Guðjón setti skemmtunina og bauð fólk velkomið í nýja Höfðasalinn sem var tekinn í notkun þetta kvöld. Veislustjóri var Anton Ottesen og kryddaði hann kynningu atriða með smellnum gamansögum. Adda fór með gamanmál. Ræðumaður kvöldsins var Halldór Blöndal. Loks söng bæjarlistamaðurinn Hanna Þóra Guðbrandsdóttir nokkur lög við undirleik Sveins ArnarsSæmundssonar.
Dregið var í happdrætti þar sem íbúar og starfsmenn fengu góða vinninga í boði EinarsÓlafssonar kaupmanns og Kjarnafæðis.
Að lokum var dansað til miðnættis við undirleik Jóns Heiðars Magnússonar.
Um 170 manns tóku þátt í Höfðagleðinni sem tókst vel að vanda.
Vegna framkvæmda við stækkun þjónusturýma hefur samkomusalur Höfða verið lokaður frá því í maí í fyrra. Hefur því allt félagsstarf farið fram á göngum hússins s.l. 10 mánuði.
Nú er framkvæmdum við nýja samkomusalinn lokið og er hann hinn glæsilegasti og mun stærri en gamli salurinn. Salurinn verður tekinn í notkun í kvöld þegar hin árlega Höfðagleði verður haldin.
Höfði hefur eignast nýtt málverk Bjarna Þórs Bjarnasonar og prýðir það salinn. Verkið nefnir hann SAGAN ÖLL og er af helstu viðburðum og atvinnulífi Hvalfjarðar í gegnum tíðina. Yfir öllu vakir svo Hallgrímur Pétursson með passíusálmana í hendi.
S.l. föstudagskvöld bauð Höfði starfsmönnum, fyrrverandi starfsmönnum og gestum á einkasýningu á kvikmyndinni OKKAR EIGIN OSLÓ í Bíóhöllinni. Um 170 manns mættu á sýninguna og skemmtu sér vel. Í hléi var boðið upp á pizzu og gos.