Viðbygging rís

Framkvæmdir við stækkun þjónusturýma Höfða hafa staðið yfir undanfarnar vikur. Í morgun voru fyrstu einingarnar reistar við eldhúsið og í næstu viku verða svo reistar einingar við þjónusturýmin í Suðurhlið hússins.

 

Verktaki er Sjammi ehf. og byggingastjóri Sigurjón Skúlason. Veðrið hefur leikið við þá sem vinna við stækkunina, einmuna blíða alla daga og verður vonandi svo áfram.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *