Vel heppnuð árshátíð

Árshátíð starfsmanna Höfða var haldin að Miðgarði s.l. laugardagskvöld. Mæting var ágæt og kvöldið vel heppnað, enda skemmtunin vel undirbúin af árshátíðarnefnd sem var skipuð þeim Sigurbjörgu Ragnarsdóttur, Hjördísi Guðmundsdóttur og Elísabetu Ragnarsdóttur.

 

Veislustjóri var Björn Gunnarsson læknir. Rakel Pálsdóttir söng og hljómsveitin Feðgarnir lék fyrir dansi og má segja að dansgólfið hafi verið fullt þar til árshátíðinni lauk á þriðja tímanum.

 

Árshátíðin tókst í alla staði mjög vel og var almenn ánægja meðal þátttakenda. Þrír starfsmenn, Helga Atladóttir, Guðrún Sigurbjörnsdóttir og Svandís Stefánsdóttir, fengu viðurkenninguna “árshátíðartak”, litla styttu í stíl við Grettistakið sem er tákn Höfða. Viðurkenningunni fylgdi sú kvöð að viðkomandi skipa næstu árshátíðarnefnd.