Úrslit í Boccia móti.

Síðdegis var leikið til úrslita í Boccia móti Höfða. Í 4 liða úrslitum sigruðu FOLAR LÓUR 4-3 og FÁLKAR sigruðu GARPA 17-4. Þá var leikið um 3-4.sæti og mættust þar LÓUR OG GARPAR í æsispennandi leik sem lauk 4-4, en í bráðabana sigruðu GARPAR og lentu því í 3.sæti, en LÓUR í 4 sæti.

Í úrslitaleiknum mættust FOLAR og FÁLKAR. Leiknum lauk með yfirburðasigri FÁLKA 16-0. Þess má geta að í 4 leikjum mótsins skoruðu FÁLKAR samtals 49 stig og komst ekkert lið nálægt þeim í stigaskorun. Lið FÁLKA skipuðu Guðrún Adolfsdóttir, Sjöfn Jóhannesdóttir og Skúli Þórðarson.

Ingibjörg iðjuþjálfi
stjórnaði mótinu af röggsemd og dæmdi alla leikina. Henni til aðstoðar við skipulagningu og framkvæmd mótsins voru María og Adda. Mótið tókst í alla staði mjög vel og fjöldi áhorfenda fylgdist með öllum umferðum.

Verðlaunaafhending verður á kaffihúsakvöldi sem hefst kl. 20 í kvöld.