Tilkynning til aðstandenda íbúa á Höfða

Kæru aðstandendur

Á upplýsingafundi almannavarna í dag voru kynntar tilslakanir varðandi heimsóknir á hjúkrunarheimili.

Samkvæmt útgefnum leiðbeiningum þarf hvert heimili að aðlaga fjölda heimsókna að sínum aðstæðum.

Heimsóknir verða leyfðar inn á hjúkrunarheimili frá 4. maí 2020 samkvæmt nánari reglum hvers heimilis en lagt er til að aðeins nánasta aðstandanda verði leyft að koma inn á heimilið fyrstu tvær vikurnar frá því að tilslakanir hefjast og lengur ef svo ber undir.

Hafin er vinna við reglur um heimsóknir til íbúa á Höfða og verða þeir kynntar þriðjudaginn 28. apríl. 

Heilsa og velferð íbúanna okkar þarf alltaf að vera í forgangi og því munum við fara varlega í tilslakanir á heimsóknarbanni og verða þær með miklum takmörkunum.

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri