Sumarferð

Hin árlega sumarferð Höfðafólks var farin s.l. fimmtudag. 50 manns tóku þátt í ferðinni, íbúar Höfða og dagdeildarfólk ásamt nokkrum starfsmönnum. Lagt var af stað kl. 13 og ekið norður fyrir fjall upp á Grundartanga, um Hvalfjarðargöng, gegnum Mosfellsbæ að Hafravatni og þaðan að Hellisheiðarvirkjun þar sem Helgi Pétursson tók á móti hópnum og fór yfir virkjun jarðhitans á Hengilsvæðinu, jarðfræði og sérþekkingu Íslendinga á sviði jarðvarma.  Að þessu loknu var ekið til Selfoss þar sem boðið var upp á glæsilegt kaffihlaðborð á Hótel Selfoss.  Síðan var ekið um Grafning og Mosfellsheiði á leiðinni heim á Skaga. Heim var svo komið kl. 19,20.


Oft hefur veðrið verið betra í sumarferðum Höfða en ferðafólk lét það ekki á sig fá enda ferðaðist hópurinn undir leiðsögn Björns Inga Finsen og var leiðsögn hans að vanda bæði fróðleg og skemmtileg.  Ferðast var með sérútbúinni hjólastólarútu frá Sæmundi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *