Sumarferð

 

Hin árlega sumarferð Höfðafólks var farin í gær. 50 manns tóku þátt í ferðinni, íbúar Höfða og dagdeildarfólk ásamt nokkrum starfsmönnum. Lagt var af stað kl. 13 og ekið til Þingvalla þar sem rúntað var um svæðið. Síðan var ekið um nýja veginn til Laugarvatns og þaðan niður Grímsnes til Selfoss þar sem boðið var upp á glæsilegt kaffihlaðborð á Hótel Selfoss. Síðan var farin skoðunarferð um Selfoss og Hveragerði og þaðan ekið til Reykjavíkur þar sem Harpan var skoðuð frá ýmsum sjónarhornum. Heim var svo komið kl. 18,20.

 

Hópurinn fékk frábært ferðaveður, logn, sól og allt að 20 stiga hita. Ferðast var með sérútbúinni hjólastólarútu frá Sæmundi. Leiðsögumaður var Björn Ingi Finsen og var leiðsögn hans fróðleg og skemmtileg að vanda.

 

Vösk sveit Höfðakvenna aðstoðaði fólkið í ferðinni. Á meðfylgjandi mynd sem Guðjón tók af þeim ásamt leiðsögumanni á Selfossi eru f.v. Björn Ingi, Inga Lilja, Adda, Kata, Ragnheiður, Marianne og Rúna.