Hin árlega sumarferð Höfðafólks var farin s.l. föstudag.
Rúmlega 40 manns, íbúar Höfða, dagvistarfólk og íbúar Höfðagrundarhúsanna tóku þátt í ferðinni ásamt nokkrum starfsmönnum. Lagt var af stað kl. 13 og ekið í átt til Reykjavíkur þar sem nýjustu hverfi borgarinnar voru skoðuð.
Síðan var ekið að Hellisheiðarvirkjun þar sem starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur sögðu frá virkjuninni og buðu síðan upp á kaffi og meðlæti. Að því loknu var svo ekið fyrir Ingólfsfjall og heim um Grafning vestan við Þingvallavatn. Heim var svo komið kl. 18.
Hópurinn fékk frábært ferðaveður, logn, sólarlaust og 14 stiga hita. Leiðsögumaður í þessari ferð var Björn Ingi Finsen og var leiðsögn hans að vanda frábærlega fróðleg og skemmtileg.
Almenn ánægja var með þessa ferð sem tókst í alla staði mjög vel.