Starfsmenn á faraldsfæti

Starfsmenn Höfða hafa notað góða veðrið í sumar til að bregða undir sig betri fætinum. Föstudaginn 30.maí fór tæplega 40 manna hópur í heimsókn á Hrafnistu og fékk þar frábærar móttökur hjá Skagamanninum Pétri Magnússyni framkvæmdastjóra og hans fólki.

 

Frá Hrafnistu var haldið í Bláa lónið þar sem flestir busluðu í lóninu meðan aðrir slöppuðu af í notalegum veitingasalnum.

 

Loks var svo snæddur kvöldverður í Salthúsinu í Grindavík og stiginn þar dans á sjómannaballi þegar leið á kvöldið.

 

14.júní fór svo 12 manna hópur í gönguferð um Síldarmannagötur. Eftir 6 tíma labb var svo haldið í sumarbústað Guðrúnar fótaaðgerðafræðings í Skorradal þar sem slappað var af í heita pottinum og snæddur ljúffengur grillmatur.

 

Þessar ferðir voru báðar mjög vel heppnaðar og komu allir ánægðir heim.