Sumarferð

Í gær var hin árlega sumarferð Höfðafólks. Um 40 manns, íbúar Höfða, dagvistarfólk og íbúar Höfðagrundarhúsanna, tóku þátt í ferðinni ásamt nokkrum starfsmönnum. Lagt var af stað kl. 13 og ekið að Sundahöfn í Reykjavík og skoðuð hin mikla uppbygging þar. Síðan var ekið til Grindavíkur og að Bláa lóninu, en þaðan haldið til Keflavíkur þar sem drukkið var kaffi í veitingahúsinu Ránni. Síðan var ekið um Garð að Garðskagavita og þaðan til Sandgerðis og síðan sem leið lá heim og komið til Akraness kl. 18,45.

 

Björn Ingi Finsen var leiðsögumaður í þessari ferð og var leiðsögn hans einstaklega fróðleg og skemmtileg.

 

Veðrið lék við ferðalangana – logn, sól og 18-20 stiga hiti. Almenn ánægja var með ferðina sem tókst í alla staði mjög vel.