Í gær var hin árlega sumarferð Höfðafólks. Um 50 íbúar Höfða, dagvistarfólk og íbúar Höfðagrundarhúsa tóku þátt í ferðinni ásamt nokkrum starfsmönnum. Lagt var af stað kl. 13 og ekið austur fyrir fjall. Á Kambabrún kom Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra í bílinn og var leiðsögumaður austan fjalls. Ekið var um Selfoss, Stokkseyri, Eyrarbakka, Ölfus og Hveragerði og drukkið kaffi í hinu glæsilega veitingahúsi Hafið bláa við ósa Ölfusár. Leiðsögn Guðna var einstaklega fróðleg og skemmtileg.
Guðni og Margrét kona hans buðu síðan öllum hópnum upp á veitingar á sólpallinum við heimili sitt á Selfossi þar sem Margrét A.Guðmundsdóttir afhenti Margréti konu Guðna lítinn þakklætisvott fyrir höfðinglegar móttökur og Guðjón Guðmundsson afhenti Guðna áletraða afsteypu af Grettistaki í þakklætisskyni fyrir framlag hans til að gera þessa ferð ógleymanlega. Síðan var ekið heim um hina fögru Þingvallaleið og Mosfellsdal og komið að Höfða kl. 19,20
Veðrið lék við okkur, blæjalogn, sólarlaust og hlýtt. Almenn ánægja var með ferðina, sem tókst í alla staði mjög vel.
Guðni Ágústsson segir ferðalöngum frá því sem fyrir augun ber.
Guðni Ágústsson hafði frá mörgu að segja
Frá vinstri: Magni Ingólfsson, Grétar Jónsson, Guðjón Bjarnason, Eiríkur Jensen og Tómas Sigurðsson.
Hjónin Hákon Björnsson og Sigríður Sigursteinsdóttir.
Frá vinstri: Valgerður Einarsdóttir, Guðbjartur Andrésson, Sigríður Steinsdóttir, Björg Hallvarðsdóttir, Sigurbjörg Sæmundsdóttir og Magnús Guðmundsson.
Frá vinstri: Katrín Árnadóttir, Hafsteinn Sigurbjörnsson, Lára Ágústsdóttir, Auður Sæmundsdóttir og Ingibjörg Ólafsdóttir.
Frá vinstri: Gíslína Magnúsdóttir, Jóhanna Þorleifsdóttir, Lilja Pétursdóttir Helga Guðjónsdóttir og Sigríður Steinsdóttir.
Frá vinstri: Ólafur Þórðarson, Sigurður Halldórsson, Kristján Pálsson, Jón Einarsson, Sigrún Halldórsdóttir og Skúli Þórðarson.
Frá vinstri: Ásta Kristjánsdóttir, Aðalheiður Arnfinnsdóttir og Sigrún Halldórsdóttir.
Frá vinstri: Ragnheiður Guðbjartsdóttir og Sigríður Bjarnadóttir.
Kristinn Finnsson og Björn Sigurbjörnsson. Að baki þeim standa frá vinstri: Ragna Ragnarsdóttir, Svava Eiríksdóttir og Lilja G.Pétursdóttir.
Frá vinstri: Ásta Kristjánsdóttir, Ragna Ragnarsdóttir og Katrín Baldvinsdóttir.