Í gær heimsóttu Höfða 39 starfsmenn Hlévangs í Keflavík og Garðvangs í Garði, en heimsóknin var liður í óvissuferð starfsmanna þessara tveggja stofnana. Gestirnir drukku kaffi með heimamönnum og skoðuðu síðan heimilið í fylgd Sigurbjargar Halldórsdóttur hjúkrunarforstjóra, Ingibjargar Ólafsdóttur iðjuþjálfa og Margrétar A.Guðmundsdóttur húsmóður. Héðan héldu þessir góðu gestir á sjöunda tímanum í Skessubrunn þar sem þeir hugðust borða kvöldverð og fylgjast með Eurovision söngvakeppninni.