Finnlandssvíar í heimsókn.

Tveir ungir Finnlandssænskir skiptinemar á vegum Fjölbrautaskólans í Breiðholti heimsóttu Höfða í gær ásamt Sigrúnu Gísladóttur hjúkrunarfræðingi og kennara. Voru þær að ljúka námi sínu sem sjúkraliðar eftir að hafa verið hérlendis við nám og störf. Skoðuðu þær heimilið og starfsemina í fylgd Elísabetar Ragnarsdóttur sjúkraþjálfara. Sýndu þær mikinn áhuga, fannst góður aðbúnaður á heimilinu og voru almennt mjög ánægðar með Íslandsdvölina.