Starfsaldursviðurkenningar 2015

IMG_1734

Í gærkvöldi, á kvöldvöku sem haldin var af starfsmönnum fyrir íbúa Höfða, voru afhentar árlegar starfsaldursviðurkenningar. Að þessu sinni fengu eftirtaldir 8 starfsmenn viðurkenningu:

Fyrir 5 ára starf: Birna Júlíusdóttir.

Fyrir 15 ára starf: Ingibjörg Rósa Aðalsteinsdóttir og Margrét Rögnvaldsdóttir.

Fyrir 25 ára starf: Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Hjördís Guðmundsdóttir, Jóna Björk Guðmundsdóttir og Guðmundína Hallgrímsdóttir.

Fyrir 35 ára starf: Unnur Guðmundsdóttir.

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri sagði að með þessum viðurkenningum vildi stjórn Höfða þakka þessum góðu starfsmönnum tryggð þeirra við Höfða og íbúa heimilisins. Kjartan sagði að starfsfólkið væri helsti styrkleiki Höfða og minnti á mikilvægi stöðugs vinnuafls.

Við sama tækifæri kvaddi Höfðafólk Svandísi Stefánsdóttur sem lét af störfum á Höfða á árinu eftir farsælan starfsferil, Svandís hóf störf í eldhúsi Höfða í nóvember 1992 og hafði því starfað á Höfða í rúmlega 23 ár.

Kjartan afhenti Svandísi blómvönd og litla gjöf frá Höfða um leið og hann þakkaði henni fyrir störf sín fyrir Höfða og óskaði henni góðs gengis á ókomnum árum og að hún mætti njóta eftirlaunaáranna við góða heilsu og farsæld.