Kvöldvaka

IMG_1732

Hin árlega kvöldvaka þar sem starfsmenn Höfða bjóða íbúum upp á skemmtiatriði og veitingar var haldin í gærkvöldi. Borð svignuðu undan girnilegum kræsingum sem starfsmenn komu með að heiman og boðið var upp á fjölbreytta dagskrá.

Fyrst söng Daníel Breki og spilaði á gítar, Arnar Snær flutti ljóð, vinkonurnar Rakel Rún og María Dís fluttu tvö lög og að lokum söng Símon Orri tvö lög við undirleik Höllu Margrétar.

Auk þess leiddi Símon Orri afmælissöng en allir sungu fyrir afmælisbarnið og heiðursborgara Akraness Ríkharð Jónsson sem varð 86 ára í gær.

Mikil ánægja var með þessa kvöldvöku sem heppnaðist mjög vel. Skemmtinefndina skipuðu þau Kjartan Kjartansson, Pálína Sigmundsdóttir, Birna Júlíusdóttir, Aðalbjörg Alfreðsdóttir og María G. Kristinsdóttir.