Söngskemmtun Kammerkórs Akraneskirkju

Í gær hélt Kammerkór Akraness söngskemmtun á Höfða. Flutt var úrval laga upp úr Ljóðum og lögum, söngheftum sem Þórður Kristleifsson gaf út á árunum 1939-1949. Meðal þekktra laga sem þarna voru flutt voru Húmar að kvöldi, Efst á Arnarvatnshæðum, Álfareiðin og Við brunninn bak við hliðið.

 

Þetta var frábær söngskemmtun og troðfullur samkomusalur þakkaði flytjendum með lófataki og uppklappi.

 

Stjórnandi Kammerkórs Akraness er Sveinn Arnar Sæmundsson.