Söngskemmtun Kammerkórs Akraneskirkju

Í gær hélt Kammerkór Akraness söngskemmtun á Höfða. Flutt var úrval laga upp úr Ljóðum og lögum, söngheftum sem Þórður Kristleifsson gaf út á árunum 1939-1949. Meðal þekktra laga sem þarna voru flutt voru Húmar að kvöldi, Efst á Arnarvatnshæðum, Álfareiðin og Við brunninn bak við hliðið.

 

Þetta var frábær söngskemmtun og troðfullur samkomusalur þakkaði flytjendum með lófataki og uppklappi.

 

Stjórnandi Kammerkórs Akraness er Sveinn Arnar Sæmundsson.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *