Sláturgerð

Í dag og í gær hafa íbúar Höfða staðið í sláturgerð með aðstoð nokkurra starfsmanna. Tekin voru 100 slátur. Fólk var einbeitt við sláturgerðina og handtökin fagmannleg. Augljóst var að þeir sem að sláturgerðinni stóðu hafa tekið slátur allan sinn búskap.

 

Létt var yfir mannskapnum og augljóst að allir höfðu af þessu gaman. Fyrsta sláturmáltíðin verður framreidd á morgun, en slátrið er sívinsæll matur hjá íbúum og starfsfólki Höfða.

Yfirblandari í sláturgerðinni var sem endranær Svandís Stefánsdóttir.