Fyrir jólin bauð Haraldur Sturlaugsson Höfðafólki að heimsækja sýningu sína í stjórnsýsluhúsinu, en þar er íþróttasaga Akraness í 100 ár rakin í máli og myndum. Stór hópur þáði þetta góða boð og hafði mikla ánægju af sýningunni, enda rifjuðust upp fyrir mörgum góðu gömlu dagarnir við að skoða myndirnar.
Áður en heim var haldið bauð Haraldur upp á rausnarlegar veitingar.