Góðir gestir heimsækja Höfða

Margir góðir gestir heimsóttu Höfða í síðustu viku. Á þriðjudagsmorgni komu börn úr Leikskólanum Vallarseli og fluttu helgileik. Var gaman að sjá hvað börnin lögðu sig fram og hvað flutningur þeirra var góður. Gerði sýningin mikla lukku hjá íbúum Höfða. Að sýningu lokinni var flytjendum boðið upp á Svala sem rann ljúflega niður.

 

Síðdegis á þriðjudag kom svo Grundartangakórinn með sína árlegu jólatónleika, en þessi góði kór hefur heimsótt Höfða ár hvert í aldarfjórðung. Stjórnandi kórsins er Atli Guðlaugsson.

 

Smári Vífilsson og Guðlaugur Atlason sungu einsöng. Grundartangakórinn er alltaf jafn vinsæll hjá íbúum Höfða sem njóta þess að hlýða á þennan ágæta karlakór.

 

Á miðvikudag kom svo kór Orkuveitu Reykjavíkur söng nokkur lög við góðar undirtektir.

Öllum þeim fjölmörgu listamönnum sem hafa heimsótt Höfða á árinu eru færðar bestu þakkir.