Margir góðir gestir hafa heimsótt Höfða að undanförnu og skemmt íbúum heimilisins. Í síðustu viku komu tvær stúlkur úr tónlistarskólanum og léku nokkur jólalög í matsalnum á kaffitíma. Þær heita Kim Klara sem spilaði á fiðlu og Sóley Hafsteinsdóttir á flautu. Góður rómur var gerður að flutningi þeirra.
Á miðvikudag kom Óskar Pétursson, Álftagerðisbróðir, og kynnti nýjan geisladisk sinn. Óskar söng nokkur lög og sagði gamansögur við góðar undirtektir íbúa Höfða sem troðfylltu samkomusalinn.
Á föstudag komu svo Davíð Ólafsson bassi og Stefán Helgi Stefánsson tenór og sungu jólalög og önnur lög við mikla hrifningu Höfðafólks sem hyllti þá vel og lengi að skemmtun lokinni. Þess má geta að Davíð er náfrændi Jónínu Finsen íbúa á Höfða og á meðfylgjandi myndi heilsar hann upp á frænku sína.
Von er á fleiri góðum gestum í þessari viku.