Ráðherra velferðarmála í heimsókn

Guðbjartur Hannesson ráðherra velferðarmála heimsótti Höfða í morgun og fundaði með Kristjáni Sveinssyni formanni stjórnar Höfða, Guðjóni Guðmundssyni framkvæmdastjóra og Helgu Atladóttur hjúkrunarforstjóra. Fundinn sátu einnig Árni Múli Jónasson bæjarstjóri og Guðmundur Páll Jónsson formaður bæjarráðs.

 

Forsvarsmenn Höfða kynntu ýmis hagsmunamál Höfða; yfirstandandi og fyrirhugaðar framkvæmdir, íbúafjölda, starfsmannahald o.fl.

 

 

Að fundi loknum heilsaði ráðherra upp á íbúa Höfða.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *