Piparkökuhús á Höfða

Næstu daga verður til sýnis á Höfða verðlaunahúsið í piparkökuhúsakeppni Kötlu. Húsið er gert af Valdísi Einarsdóttur sem sigraði í þessari keppni í níunda skipti. Að þess sinni er verðlaunahúsið líkan af húsi sem Thor Jensen byggði við Fríkirkjuveg 11 í upphafi síðustu aldar, en þetta hús setur mikinn svip á umhverfi sitt.

 

Þess má geta að móðir Valdísar, Sigríður Jónsdóttir, er íbúi á Höfða.